Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

10 maí 2009

Vormyndasyrpa


Ingó fæst ekki með góðu til að viðhalda myndasíðunni okkar á www.beogin.com svo þá þarf ég bara að vera þeim mun duglegri við að hlaða inn myndum hérna á Hilmisblogg ;) Fannst komin tími á smá vorsýningu héðan frá okkur. Svona til að sýna hvernig vorið/sumarið hefur gert innreið sína hér í Stokkhólmi tók ég mynd úr svefnherbergisglugganum okkar. Þessi tré með hvítu blómunum eru að blómstra alveg villt og galið núna. Ótrúlega fallegt og lyktin ekki síðri. Blómavorlykt... hvernig sem henni skal lýsa. Liggur við að manni langi til að hoppa út og gá hvort það sé jafn "mjúkt" og það lítur út fyrir að vera ! Posted by Picasa

Posted by Picasa Hilmir er orðin voða hugaður í klifri. Ekki það að hann hafi verið neitt jarðbundin og smeykur við að klifra hingað til en núna er það komið í nýjar hæðir. Hann t.d. uppgötvaði það að hann gæti klifrað uppá þak leiklestarinnar sem er á leikskólalóðinni. Fóstrurnar ekki hrifnar. Við þurftum að rifja upp bókina um Emmu sem klifraði uppí stóra tréð og datt svo þurfti að sauma. Hann lét til segjast en heldur nú samt áfram að gá hvar mörkin liggja ;)

Posted by Picasa Hér erum við Lotta leikskólamömmugranni í kólónílottinum okkar. Þessu verður sumrinu eytt í þetta árið. Þar sem við höfum ekki efni á að fara í neitt frí, hvorki erlendis né til Íslands... tjah... ekki einusinni í sumarbústað (!) þá erum við búin að sameinast með annari fjölskyldu í að rækta grænmeti í litlum skika hérna í hverfinu. Þetta er þvílíkt stuð... allavega fyrir okkur mömmurnar sem tökum þetta háalvarlega og mokum og gróðursetjum sem mest við megum. Sjáum til hvernig fer svo með að reyta arfa.... gæti verið að rómantísku hugsanirnar fjúki í burtu þá en... það má alltaf reyna !

Posted by Picasa Þessi mynd er fyrir pabba minn sem kenndi mér gegnum síma hvernig ætti að búa til svona upphækuð beð með gangstígum svo vatnið geti runnið úr beðunum með góðu móti. Sko ! Svona vorum við duglegar. 5 klukkustundir sem við tvær eyddum í að mokra, hreinsa steina og blanda við beljuskít. Þarna má semsagt sjá 6 kassalaga beð fyrir kartöflur og lauka. Svo koma þrjú aflöng með rauðbeðum, gulrótum ofl. Blómabeð þarna uppvið endann. Og já svo 4 kassa þarna útí bláendann á reitnum okkar þarsem verður líka allskonar grænmeti í... svona það sem þarf að fara aðeins meira varlega með (eggaldin og svoleiðis). Við mokuðum fyrstu helgina og gróðursettum svo næstu þar á eftir. Allt komið oní beð og þá komu akkúrat nokkrir rigningardagar... fullkomið.

Posted by Picasa Þarna má sjá okkur "smábændurnar". Nema mig sem er að taka myndina. Ingó er þarna að hamast við að kveikja upp í einnota grillinu fyrir pylsurnar... sem átti að étast fyrir hálftíma síðan... Krakkarnir Hilmir og Ida sitja á teppinu og eru að gæða sér á pastasalati sem Lotta (sem er að keyra hjólbörurnar að sækja kúamykju) var svo útsjónarsöm að hafa með sér... svona ef ske kynni að grillið skyldi ekki glæðast. Anders situr svo með Anton litla í fanginu og er að skófla oní hann fyrir hádegislúrinn.
Japp ! Þetta erum við þessa dagana. Lítið meir um það að segja. Næstu helgar fara svo líklega í að byrja að reyta arfa. Helga amman að koma á uppstigningardag svo hún verður aldeilis sett í ömmustarfið meðan bændast verður í garðinum ;)

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home