Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

02 júní 2009

"talaðu sænsku mamma!"

Hilmir hefur aldrei beðið mig (svo ég hafi heyrt eða muni eftir) að tala sænsku við sig. En í dag kom skýr og greinileg beiðni. Við vorum í smá leiðangri með Idu og mömmu hennar eftir leikskólann og rölltum saman í átt að kolónílottinum til að vökva eftir þurrkinn undanfarna daga. Spjölluðum nátturulega við þær mægður á sænsku en þegar kom að því að segja einhvað sérstakt við Hilmi ("ekki setja fótinn á kerrudekkið" eða "viltu vatnssopa") þá skipti ég yfir á íslensku.
Hilmir situr í kerrunni og setur inn beiðni um athygli frá mér "mamma?" og ég svara á íslensku "já?". Þá kemur frá honum "mamma talaðu sænsku núna" !
Í fyrsta lagi fannst mér ótrúlegt að hann skyldi nema hjá mér íslensku á einu orði. Í öðru lagi fannst mér fyndið að hann væri að taka tillit til þess umhverfis sem við vorum í. Hann var svo augljóslega að átta sig á því að mægðurnar Ida og Lotta væru ekki að skilja íslenskuna okkar því að það sem hann vildi spyrja mig að (á sænsku) var afhverju Anton (litli bróðir Idu) væri með bleyju ! :)

Mér hefur annars fundist hann farin að verða betri í sænsku heldur en íslensku. Því miður en svona er það. Heyri alveg muninn þegar hann er að tala við Svíana, orðaforðinn bara svo miklu stærri og hann þarf ekkert að hugsa sig um. En seiseinú það hlýtur að kippast í lag þegar hann kemst í al-íslenskt umhverfi.... einhverntíman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home