Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 júní 2009

Táslunum dýft

Fyrsta strandarferðin á þessu sumri var farin síðasta sunnudag í steikjandi hita og glampasólskini. Hilmir var ekki lengi að skræla af sér fötin og hoppa útí vatnið... með táslurnar allavega ! Reyndar var hann komin alveg ískyggilega djúpt stuttu síðar svona miðað við að vera kútalaus en þessi baðströnd er svo barnvæn að busl-hlutinn er hafður passlega djúpur og vel varin með bryggjuhluta svo maður getur setið með lappirnar oní og fylgst með krakkaorminum sínum... já og tekið myndir.
Við stefnum sko á að fara þangað oft á komandi mánuðum !! Playa la Rösjöbadet sko ;)
Posted by Picasa

2 Comments:

  • og eruði búin að fara oft síðan - í rigningunni?

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:37 e.h.  

  • eftir rigningu kemur sól... eins og sannast hefur síðustu vikurnar ;)

    By Blogger Begga, at 10:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home