
Við þurfum aðeins meira að rembast við að muna eftir bumbuljósmyndatökunum miðað við fyrri meðgönguna... þá var óþreyjan aðeins meiri. En núna er allavega einn fjölskyldumeðlimurinn ofurspenntur og fullur eftirvæntingar ! Hilmir skoðar bumbuna mína daglega, strýkur blíðlega, talar og syngur til litla bróðurs. Hann er ekki ennþá búin að ná að vera kjurr með litlu hendina sína á kúlunni nógu lengi til að geta fundið fyrir hreyfingunum sem eiga sér stað þarna inni en það er væntanlega ekki langt í það.
Fer allavega ekkert á milli mála að þetta er mjúkur og hlýr koddi sem er þarna framaná mér ... (sjá mynd), sem er þar að auki hægt að tala við útí það óendanlega án þess að nokkuð svar berist tilbaka ;)
2 Comments:
Svakalega eru flott elsku stelpan mín ég er stollt af þér og býð spennt eftir litlanum.
Þín mamma
By
Nafnlaus, at 7:44 e.h.
stórglæsileg með þessa flottu kúlu! :)
Sara
By
Nafnlaus, at 11:32 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home