Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 ágúst 2009

Emilstímabil

Nú er næsta skeið runnið upp hjá Hilmi. Það skeið er ekki að "vakna snemma á morgnana", "spyrja 100x á dag afhverju", "horfa á sömu sjónvarpsþættina í marga marga daga" eða einhvað álíka. Nei. Upp er runnið... óþekktarskeið að hætti Emils í Kattholti.
Hann er nefnilega búin að átta sig á því að;

a) ef maður lokar sig inní herbergi/baði/eldhúsi og þegir í 5 mín samfleytt getur maður komist upp með að plotta heimsyfirráð... eða í versta falli prakkarastrikast allverulega

b) ef maður segir "fyrirgefðu" og setur upp hvolpaaugu kemst maður upp með hvað sem er

c) það er jafnvel hægt að kenna öðrum um voðaverkin og þannig reyna að komast upp með þau

Þetta sannaðist allt saman í kvöld þegar hann náði vænni prakkarastrikaþrennu á innan við 2 klukkutímum.
- Nýja hárgreiðslubarbídúkkan fékk smá strípur (cirka þriðjung hársins) með grænum upphrópunarlitapenna.
- Það var tæmt úr heilum brúsa af froðubaði oní baðkarið... án þess að það freyddi þó...
- Einhverntíman meðan hann var með vin sinn G. í kvöldheimsókn fengu veggirnir inní herberginu hans smá makeover... með bleikum og fjólubláum vaxlitum... krass-style að sið 4 ára...

Þess ber að geta að töfraspreyið Vanish nær bæði upphrópunarpenna úr dúkkuhári og vaxlitum af veggum. Sem betur fer.

Við bíðum spennt eftir morgundeginum !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home