
Fórum í smá lautarferð eftir læknisheimsóknina á föstudaginn. Þetta var smá nostalgíuferð fyrir okkur því þarna fengum við að ráfa um elskað Östermalm... miðbæjarhverfið sem við bjuggum í fyrstu 4 dvalarárin okkar í Svíþjóð. Notuðum tækifærið og fengum okkur langþráð wrap í Saluhallen í hádegismat (Hilmir lét sér að góðu pasta úr 7-11) og settumst niður í Humlegården með aðföngin.
Ekki laust við að maður sakni hverfisins með öllum sínum óneitanlegu kostum. Ingó var fljótur að rifja upp bílastæðaplássleysi, rándýr bílastæðin, dubbelparkeringar, hundaskít á gangstéttum og almenn þrengsli í strætisvögnunum. Hilmir kvartaði allavega ekki yfir að fá að fara á risaleikvöllinn þarna í Humlegården ;)
1 Comments:
hvað þið eruð sæt og fín.
AmmaÞ
By
Nafnlaus, at 4:57 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home