4 ára !
Svo fékk hann samkvæmt alkunnri hefð að velja kvöldmat dagsins sem samanstóð af kjötbollum, kartöflumús og brúnni sósu. Eftir kvöldmat hélt svo dagskráin áfram með pakkaopnun en þá rættist heitasta ósk Hilmis um að eignast glænýja og ljóshærða Barbíe-dúkku. Liggur við að innihald annara pakka sem rötuðu undir hans hendur fengju ekki alveg sömu óskiptu athygli drengsins en hann hefur sem betur fer frammað jólum að melta allt þetta nýja dót sitt ;)
Á sunnudaginn er svo leikskóla-vina-veisla sem við vonum að eigi eftir að lukkast vel. Nógu lengi er hann nú búin að bíða eftir þessari veislu því við þurftum að fresta henni þegar hann veiktist þarna í síðustu (og þarsíðustu) viku.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home