Stórasystir, litlibróðir og....
Hilmir fékk loksins tækifæri til að sýna stöðutáknið hana stóru systur sína í leikskólanum en hún sótti hann í dagslok í heila viku. Hann hefur nefnilega ekki verið tekin trúanlegur hingað til þegar hann hefur sagt krökkunum frá stóru systur sinni sem býr á Íslandi. Þar sem hún var þeim ósýnileg þá var hún barasta ekki til. En nú fengu sannarlega allir að sjá ;)
Til að leysa þrautina sem lögð var fram í síðasta innleggi get ég frætt þá sem það vilja vita að flestir höfðu rangt fyrir sér um kynið á bumbubúanum ! Ó seisei já. Samkvæmt sónarnum þá eigum við von á "litla bróður" þarna í lok janúar. Engin efi á því þegar sónartækinu var beint að bossanum og þarna á milli lappana sýndi sig kynið svo ekki væri um villst. Alveg samkvæmt áætlun hjá okkur enda sáum við alltaf fyrir okkur að eiga tvo litla prakkaraorma af karlkyni og eina stóra prinsessu sem gætir þeirra af mestu alúð ;)
2 Comments:
magic eight ball never lies! :D
By
Sara, at 5:32 e.h.
Voru einhver verðlaun í boði fyrir rétt svar?
I
By
Nafnlaus, at 4:07 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home