Déjavú
Ótrúlega stór áfangi finnst manni að vera komin hingað "aftur". Að telja vikurnar sem meðgönguvikur (í dag er 17+6) og bíða spennt eftir litlum einstaklingi til að bæta enn frekar við fjölskylduna okkar. 1. febrúar er víst dagsetningin sem er sett á stækkunina... bara 154 dagar í það !
Hilmir talar um "barnið okkar" og hlakkar voðalega mikið til að fá að verða loksins stóri bróðir. Við efumst ekki um að hann eigi eftir að sinna því hlutverki með mikillri prýði. Hann er t.d. þegar búin að skipuleggja það að ég og hann eigum að setja bleyju á barnið, en svo þegar barnið kúkar í bleyjuna má pabbi koma og skipta á því ;) Forgangsröðin alveg á hreinu hjá honum !
Í sónarnum fengum við að sjá alveg hreint fullkominn lítinn kropp sem er vonandi bara í óðaönn að vaxa og dafna þarna inní hlýjunni. Allt leit vel út og já við fengum að sjá á hvers kyns var. Einhver sem vill gera heiðarlega ágískun ?! Skjóttu á það í commentinu ;)
4 Comments:
ohh, mér fannst svo gaman í sónar, ótrúlegt hvað er hægt að sjá! lítil manneskja þarna inni!
magic eight ball segir strákur.. er mjöög spennt að fá að vita!
By
Sara, at 4:37 e.h.
Strákur? Svooo praktískt auðvitað!
Var annars að kíkja á matarbloggið, sá þar þessa fínu Bromstenmarineringu - er einmitt með myndina sem ætti með réttu að fylgja þessari uppskrift. Þekki enga sem eru betri í "samhæfðri tyggingu"....
I
By
Nafnlaus, at 9:42 e.h.
Held að það sé vísitölufjölskyldan og það sé stelpa !
Óli
By
Nafnlaus, at 12:11 f.h.
Held það sé stelpa!
Útaf ógleðinni og því veseni.
Mín reynsla að það sé meiri ógleði með dömurnar :-)
By
Halldóra, at 10:37 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home