Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 september 2009

Móðursysturlegar æfingar

Fékk ágætis upphitun á smábarnahaldi þegar ég fór til Íslands í síðustu viku til að vera viðstödd skírnina hjá ponsulitlu systurdóttur minni. Sú fékk nafnið Thelma Hrönn og að sjálfsögðu var hvert tækifæri óspart nýtt til að fá að halda á henni, máta og æfa sig.
Ekki það að hún sé neitt erfitt viðfangsefni þessi elska því hún er sko sátt við lífið og tilveruna, gerir lítið af því að kvarta og grætur ekki nema henni sé stórfenglega misboðið. Var dáldið fyndið þegar hún sofnaði svona líka makindarlega ofaná mér kvöldið áður en ég flaug heim... ofná einni dæld (vinstra brjósti) og með bossann oná næstu dæld (óléttubumban sem fer ört stækkandi) svo hún rynni ekki niður.
Posted by Picasa

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home