Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 ágúst 2009

Vel lukkuð veisla með meiru

Afmælisveisla aldarinnar var haldin í gær. Eða það vill Hilmir örugglega halda fram. Hann vill líka gjarnan hafa afmælisveislur allan daginn alla daga vikunnar... helst ;)

Buðum nokkrum leikskólakrökkum sem komu ásamt foreldri og systkinum svo úr varð heljarinnar partý með stuði og stemningu langt frammeftir degi. Foreldrarnir gæddu sér á kökum en vinsælast hjá krökkunum var kex og popp (sjá mynd). Einfalt að verða við því. Hilmir fékk nú samt afmæliskökuna sem hann var búin að panta uppúr blaðinu og sést þarna blása á kertin sín fjögur.
Verð líka að nefna það að hann var búin að taka fram að hann vildi láta syngja fyrir sig afmælissöngin á íslensku svo þegar ég spurði hann hvort það væri ennþá viljinn þá játaði hann og úr varð að við örfáu íslendingarnir á svæðinu fengum að standa fyrir söngskemmtun fyrir svíana sem ábyggilega hafa aldrei farið í barnaafmæli þarsem ekki var sungið "ja må han leva!".
Posted by Picasa

Rétt í blálokin á veislunni voru krakkarnir búnir að hlaupa úr sér alla orku með blöðrueltingaleikjum og almennum grallarskap úti í góða veðrinu. Þá kom sér nú vel að við vorum búin að lauma með okkur krítapakka og það sló sko í gegn ! Einbeitingin leynir sér ekki ;) Hilmir þarna (þessi í bleika... hvað annað) með Kötu, Idu, Sigrid og Joppe.
Posted by Picasa

2 Comments:

  • Sendum afmælisbarninu okkar bestu afmæliskveðjur héðan frá Fróni.
    Þær stuttu hefðu nú haft gaman af því að mæta í afmælið (Anna Soffía synguar "ammæli, ammæli, vei vei") og við að sjálfsögðu líka.
    Íris, Óli, Emilía Þórný og Anna Soffía

    By Blogger Iris og Oli, at 11:10 e.h.  

  • gamann að allt lukkaðist vel enda sér maður á myndunum að það hefur verið gamann.
    Ammaþ

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home