Bumbumyndataka á lokasprettinum


Við drifum okkur til ljósmyndara í smá bumbumyndatöku meðan enn væri færi til þess. Ekki nema 4-5 vikur eftir af þessu líkamlega ástandi mínu svo það var ekki seinna vænna !
Hilmir fékk að vera með enda er hann fyrri leigjandi bumbuhússins míns og gerir réttilega þá athugasemd/kröfu með reglulegu millibili að "hann hafi einusinni verið þarna inni líka" alveg einsog litli bróðir er núna ;)
Foto: Robert Petersson
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home