Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

01 desember 2009

Aðventan í Stokkhólmi

Fyrsti í aðventu komin og Hilmir fékk að kveikja á fyrsta kertinu.. með smá hjálp að sjálfsögðu ;)

Í dag var svo sýndur fyrsti þátturinn í sjónvarpsdagatalinu og við Ingó erum búin að heita því að horfa á þetta allt saman með honum. Þessi fyrsti þáttur lofaði allavega góðu, einhvað sem Hilmir er spenntur fyrir; ofurhetjur sem bjarga jólunum í "Superhjältejul". Ekki sakar að allir eru í glimmergöllum og geta flogið !

Svo bíður Hilmir nátturulega spenntur eftir komu fyrsta íslenska jólasveinsins og hvað honum dettur í hug að færa honum í skóinn. Eitt er víst að hann á eftir að fá margar áminningar um góða hegðun því "jólasveinninn sér allt" .. einsog allir vita.
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home