Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

18 nóvember 2009

Hreiðurgerð fyrir litlabróður



Við stefnum á róleg jól hér á bæ svo að þá er eins gott að sanka að sér öllu smábarnadótinu núna meðan það er hægt að gera það í rólegheitunum líka.
Barnavagn er á leiðinni frá Þýskalandi, burðarrúmið í það stendur inní geymslu, pínulitlu fötin og skiptiborðið sömuleiðis í geymslunni og bíður þess að vera tekið fram og þvegið og/eða skrúfað saman á ný. Í gærkvöldi fór svo Ingó og keypti þennan líka fína notaða barnabílstól sem að sjálfsögðu vakti óskipta athygli Hilmis sem fékk að spreyta sig á stórabróðurtöktunum. En fyrst það er engin litlibróðir að æfa sig á verður Meme að vera staðgengill. Hilmir fékk aðstoð frá pabba til að stilla sætisbeltin rétt og svo burðaðist hann um með varninginn sinn. Krafðist þess svo að fá sjálfur að setja litlabróður í stólinn á spítalanum þegar hann kæmi heim með okkur.... Sjáum nú til með það ;)

1 Comments:

  • Duglegir feðgar eins og ávallt.Ammaþ

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home