Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 nóvember 2009

Jólamarkaðsdagurinn okkar


Lögðum á okkur klukkutíma akstur síðasta laugardag til að fara á jólamarkaðinn í Taxinge slott. Fórum þangað í fyrra þegar Sara var í heimsókn hjá okkur og féllum alveg kylliflöt fyrir huggulegheitunum. Ekki nóg með að þarna væru ógrynni af skemmtilegu handverki heldur líka allskyns ófjöldaframleiddur matur (ostar, grafðir og reyktir silungar, paté, pylsur, sultur, saft, súkkulaði......). Og svo rúsínan í pylsuendanum er stærðsta kökuhlaðborð norður Evrópu í sjálfum kastalanum. Allir fengu að velja sér eigin kökusneið (sumir fengu kökusneiðAR) og ekki var Hilmir lengi að hugsa sig um þegar honum var bent á ostakökuna. Hann ætti í alvöru talað að fara á styrk hjá Osta - og smjörsölunni. Gæti lifað á osti einum saman.
Hilmir fékk líka að fara í smá reiðtúr og sat sænska hrossið með öllum íslensku genunum sínum sem að sjálfsögðu gerir hann að liprum reiðmanni af guðs náð.





Hérna má svo líta á okkur mæðgin í smá heybalapásu milli sölutjaldanna. Hilmir með uppáhaldsnammið sitt, brenndar "hnautur" (samansett orð af hnetu + nöt). Ekta síslenska.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home