Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 nóvember 2009

Bumbufréttir

Komin heilar 30 vikur með meðgöngulengdina og nú vill ljósan fá mig í heimsókn til sín á tveggja vikna fresti. Verða heilmargar ferðir uppá spítala því að þangað á ég líka pantaðan tíma í svokallað Aurorusamtal (fæðingarundirbúnings) og aukasónar fljótlega til að athuga hvort litlibróðir sé ekki örugglega nógu stór og stæðilegur miðað við hversu lengi hann er búin að lúra sér þarna í bumbunni.

Hann er allavega ekki búin að snúa sér niðurávið heldur er þvermóðskulega á þvert þarna inni. Ágætt fyrir mig því þá losna ég við spörkin niðurávið í smá stund ;)

Á morgun eigum við Ingó svo tíma í Profylax-námskeiði, fyrsta af tveimur, sem er einhvað sem við höfðum ekki alveg nógu sterka trú á síðast til að tíma fjárútlátum í það... en núna vitum við hverslags skemmtilegheit eru framundan svo að fá smá öndunartækni og markmiðssetningar verður alveg hreint tilvalið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home