Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

21 desember 2009

Gluggagægjir up close and personal

Við vorum á jólaballi ársins hjá Íslendingafélaginu núna síðasta sunnudag. Mikil spenna í gangi hjá Hilmi enda var hann búin að bíða lengi eftir að fá að prufukeyra nýju rauðu glimmerspariskóna sína... og svo að sjálfsögðu var von á jólasveininum eina sanna og jafnvel að sveinki væri með pakka handa öllum þægu börnunum á ballinu.

Glimmerskórnir slógu svo sannarlega í gegn og ekki laust við að dáðst væri að þessum litla herramanni sem var sérlega jólalegur svona í svörtum flauelsbuxum, svartri peysu og svo eldjólarauðum glimmerskóm ;) Og já... jólasveinninn kom, söng með börnunum og deildi út gjöfum. Hilmir fékk langþráð sundgleraugu sem hafa verið prufukeyrð í baðkarinu með ágætum árangri. En jólasveininum fékk hann nú ekki að koma alltof nálægt, varð að láta sér nægja að dáðst að honum úr fjarlægð... svona svo hann skyldi ekki fatta hver væri í hlutverkinu *blikkblikk*

En mamman fær nú að kalla sig með réttu "konu jólasveinsins" ;)

2 Comments:

  • hahaha,verðum að fá mynd af þessum jólastrák í rauðum glimmerskóm.
    Það eru ekki allar konur sem fá að kalla sig konu jólasveinsins;)
    AmmaÞ

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:52 e.h.  

  • Væri ekki hægt að fá að sjá mynd af hinum eina sanna jólasveini og glimmerskódrengnum?

    By Blogger Iris og Oli, at 12:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home