Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 desember 2009

Lúsían þarf ekkert endilega að vera stelpa ...




Árlega lúsíuhátíðin var haldin í síðustu viku á leikskólanum hans Hilmis. Að venju gengu börnin í halarófu inná leikskólalóðina þar sem foreldrar biðu spennt, vopnuð myndavélum og vídeótökuvélum í hvívetna.
Hilmir tók hlutverk sitt mjög alvarlega og átti bágt með að sætta sig við annað en að fá að vera sjálf lúsían með tilheyrandi ljósakórónu á hausnum. Það að hann skyldi svo sjá alvöru lúcíutåg helgina á undan á jólamarkaði sem við fórum á gerði hann bara enn staðfastari í þessari ákvörðun sinni. Við vorum þó sammála því, ég og hann, að hann vildi ekki láta troða sér í hvíta kyrtilinn utanyfir kuldagallann svo ljósakórónan yfir húfuna fékk að nægja. Það tryggði honum líka stöðu fremst í halarófunni hefðinni samkvæmt ;)
Þetta var annars ferlega hátíðlegt og skemmtilegt að sjá. Börnin voru svo einbeitt enda var búið að margæfa lögin í fleiri fleiri vikur. Og ekkert er jafn einlægt einsog að heyra hóp af börnum syngja með litlu röddunum sínum "ute är mörkt och kalt.... "



1 Comments:

  • Hilmir er svaka flottur Lúsius.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home