Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

10 desember 2009

Vaxtarsónar með litlabróður

Kom ekki á óvart að ljósan vildi senda mig í vaxtarsónar núna á 32. viku. Sama var uppá teningnum þegar ég gekk með Hilmi. Þá reyndist ég vera með svo óvenjulega mikið legvatn sem útskýrði bumbustærðina (yfir meðallag). Í þetta skiptið var legvatnið alveg passlega mikið og litlibróðir passlega stór... málið er bara að hann liggur svo furðulega; á ská ! Sónardaman sagði að líklega útskýrði það hina óvenjulegu stærð á bumbunni. Hann teygir svolítið á í skrýtnar áttir ;)

Annars reyndist hann vera 2.100 grömm sem er alveg samkvæmt meðgöngulengd. Hilmir var á 32. meðgönguviku 1.900 grömm svo það munar ekki miklu á þeim bræðrum þegar að þessu kemur.
Hann hafði svo engan áhuga á að sýna okkur framaní sig en okkur var hinsvegar bent á hárlokk á höfði hans sem var vel sýnilegur þannig að við eigum von á hárprúðum litlabrósa hérna í janúarlokin :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home