Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 nóvember 2009

Prjónadugleg


Það verður dálítill munur á þeim bræðrum ef heimferðasettin eru skoðuð. Kannski dáldið stemningin sem er í gangi á prjónafrontinum hjá móðurinni ? Á Hilmi prjónaði ég úr kríthvítu bómullargarni, mikið af blúnderíi og bláir satínborðar hér og þar... mjög smekklegt og fínt. Varfærnislegt einhvernvegin. Einsog ég var sem fyrstabarnsmóðir.
En nú kennir annara grasa. Það er lítill hippi á leiðinni nefnilega ! Garðaprjón all the way, ekta sænsk handlituð ull í samsetningu við merínóull af mýkstu gerð... dáldið meira kæruleysislegt og töff.
Ég er alveg agalega stollt af myndarskapnum í sjálfri mér, það verður að segjast.

2 Comments:

  • Svakalega fallegt sett,skórnir eru æði.
    AmmaÞ

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:10 e.h.  

  • Búin að sjá þetta í eigin persónu - það er æðislega flott og Hriikalega krútt!

    :-)

    By Blogger Halldóra, at 11:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home