
Ljúfa litla lambið okkar verður 12 vikna í vikunni. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Hann er að verða alveg svakalega duglegur að nota hendurnar á sér og getur eytt löngum tíma í að seilast eftir leikföngum, opnar lófana, lokar og færir upp að munni sér í þeirri von að dótið fylgi með... tekst því miður sjaldnast en sem betur fer eru hendurnar góðar á bragðið. Svo góðar að hann er komin með snert af exemi á höndunum eftir allan hamaganginn á þeim. Og já slefsmekkirnir hafa verið teknir upp í kjölfarið ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home