
Stundum harðneitar Valtýr að sofa langa daglúrinn sinn. Viftar bara höndunum þarna oní vagninum sínum og fer að tala við sjálfan sig þartil mamman gefst upp á að rugga honum til svefns á ný.. og tekur hann upp. Tók þessa mynd af honum í dag nýupptekin eftir örstuttan hænublund á svölunum. Grallarasvipurinn leynir sér ekki. "Sofa ? Ég ? Neeee"
P.s. hálftíma síðar steinsofnaði hann við brjóstið og svaf restina af langa daglúrnum.. í mömmufangi ;)
2 Comments:
Er þetta "Baby surprise jacket"?
By
Nafnlaus, at 8:03 f.h.
Já glögg ertu (hver sem þú ert) ! Þetta er vissulega Zimmerman peysan "baby surprise".. amman getur hrist svona frammúr annari erminni í svefni núorðið ;)
By
Begga, at 4:03 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home