Snúsnú !
Nú þegar Valtýr er orðin þriggja mánaða er hann í stífu æfingarprógrammi hjá sjálfum sér. Einn daginn æfir hann vinstri hendina, næsta dag þá hægri og svo samhæfingu beggja á þriðja degi. Í gær tókum við eftir einhverskonar skrúfangi á drengnum þar sem hann lá á teppinu sínu og í dag blasti þessi sjón við mér þegar ég leit á hann í vöggunni. Búin að koma sér í þessa stellingu alveg á eigin vegum.
< Það þarf örlítið að hjálpa honum að ná snúningnum alla leið yfir á maga en þegar þangað er komið er hann voða duglegur að halda höfði, skoða sig um og æfa fyrir það sem koma skal. Eflaust ekki langt í það að hann geti þetta sjálfur ! :)


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home