Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 maí 2010

Vorstráksinn

Hilmir var tekin í heimaklippingu um helgina. Aðeins ráðist á toppinn sem var farin að læðast langt niður að augum. Förum svo í alvöru klippingu hjá einhverri góðri á Íslandi sem veit hvernig á að klippa drengi sem vilja hafa sítt hár. Klippikúrdinn á horninu var engan vegin að fatta það nefnilega og klippti hann ítrekað svo úrkoman varð sveppahaus einhverskonar.

En nú eru góðar andlitsmyndir af þeim bræðrum hérna á blogginu svo hægt sé að bera þá ungherrana saman. Eigum við að ræða þessi kinnbein á þeim ? Held þau hafi hoppað einsog einn ættlið....

Valtýr fór í þriggja mánaða sprauturnar sínar í dag. Grét varla meira en nokkrar sekúndur þegar ein (af tveim!) stóru nálunum fóru í lærafellingarnar hans. Hann reyndist orðin 6,5 kg og 61 cm.

Flottir þessir drengir mínir :)
Posted by Picasa

1 Comments:

  • flottur strákur!
    það verður gamann að knúsa hann þegar hann kemur til okkar í júní.
    AmmaÞv

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home