Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

01 júlí 2005

Uppljóstrun dagsins

Held það sé komin tími til að ég fari að nefna Bingóbaunina með réttu kyni :) Höfum ekkert verið að fela þetta ef fólk spyr (eða spyr ekki!) og á endanum var þessi staðreynd orðin jafn sjálfsögð einsog stækkandi bumban. Eigum semsagt von á strákaling og erum agalega spennt fyrir því enda "kunnum" við hvorug á neitt annað en stelpur svo vel sé. Eigum eflaust eftir að reka upp stór augu og líta hvort á annað þegar kemur að bleyjuskiptum ;) Furðulegt að hugsa til þess að þegar við vorum að spá í barneignum fyrst þarna fyrir nokkrum árum síðan fannst mér lítið annað koma til greina en að ég myndi eignast stelpu. En svo fljótlega eftir að ég varð ólétt varð ég einhvað svo rosalega sátt við að ég gengi með strák svo við urðum eiginlega ekkert hissa þegar ljósmóðirinn sýndi okkur litla dingalinginn í sónarnum !
Strákanöfn hafa að sjálfsögðu verið okkur ofarlega í huga síðastliðnar vikurnar og við erum næææææstum því komin með góðan topp 5 lista sem verður svo prufukeyrður þegar Bingóstrákur ákveður að láta sjá sig. Hann hlýtur að bregðast vel við einhverju þessara nafna sem við höfum valið !

1 Comments:

  • Vá hvað þú ert flott Begga (myndin með færslunni 27.júní) ... 31 vika, tíminn líður fáránlega hratt!
    Til hamingju með það hvað allt gengur vel, vá, ég vissi ekki að þú værir að blogga um meðgönguna, nú kíki ég inn DAGLEGA, ég er svo spennt!

    Takk fyrir góð ráð, auðvitað á ég að mæla mig ... manni finnst maður alltaf vera undanskilinn öllum reglum, þannig að ég ætlaði bara að verða ólétt við fyrstu tilraun, ekkert vesen!!! En það hlýtur að heppnast bráðum ég trúi ekki öðru.

    Hlakka til að lesa meira, keep up the good work, og ég skila kveðju til ykkar Ingós og bingóbaunarinnar!

    Kv. Kristína.

    By Blogger Kristína, at 6:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home