Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 júlí 2005

Komin í skotstöðu !

Fórum bæði tvö (ég og Ingó) í tékkið hjá ljósunni núna í morgun. Ingó kom með í þetta skiptið því oftast hef ég farið ein og hann þessvegna aldrei fengið að sjá hvað gerist í þessum tékkum. Var að verða "síðasti sjéns" fyrir hann að fá að fylgjast með svo hann skellti sér og ekki urðum við nú fyrir vonbrigðum með fréttirnar sem okkur voru færðar !
Fyrir utan að allt væri í ljómandi lagi með MIG (blóðþrýsting, járn, sykur, legbotnshæð, þynd o.sfrv.) þá er bingóbaunarstrákur orðin "fixeraður" eða "búin að skorða sig" á góðri íslensku, niður í grindina og tilbúin í skotstöðunni ;) Fyrir okkur eru þetta svaka fínar fréttir því þetta færir okkur skrefinu nær The Day (fæðingardeginum). Ég fékk þarmeð líka útskýringu á því afhverju mér er svona hundíllt "milli fótanna", líður hreinlega einsog einhver hafi tekið sig til og sparkað rækilega á viðkvæman stað.... þarf bara að þola þetta næstu vikurnar.....

1 Comments:

  • Elsku Begga !
    Gaman að fylgjast með !! Litla ljosið dafnar greinilega vel.....og thu litur vel ut !! Flott hreiður....

    Verð i sambandi
    thin Gudbjorg

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home