Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 ágúst 2005

Lítið gerist og samt líður tíminn

Nánast ekkert að "frétta" frá mér og kúlunni þessa dagana.... við hjónin sitjum eiginlega bara og horfum á bumbuna hefast einsog deig (stækka enn frekar) og endurtökum setninguna hvort við annað; "nú fer þetta að fara að verða búið".
Allskyns tilfinningar sem fylgja þeirri setningu... tilhlökkun, eftirvænting, spenningur, og að lokum tregi og eftirsjá eftir þessu ágæta tímabili þarsem við höfum geta gælt við bumbuna og ímyndað okkur hvernig hann þarna inni lítur út og hverskonar persónuleiki hann á eftir að verða! Annars erum við frekar raunsæ og erum ekkert að sjá fyrir okkur einhvað englabossabarn sem gerir ekki annað en sofa og ropa pent eftir áfallalausar brjóstagjafir.... búumst frekar við örlítið erfiðum fyrstu vikum og mánuðum þarsem við þurfum að venjast nýjum aðstæðum og einstaklingi.

Reynum þessvegna að nýta okkur hverja stund til að NJÓTA. Njóta þess að sofa út, borða góðan mat bæði í einu, lesa bækur og blöð fyrir svefninn einsog okkur lystir, hanga í tölvuleikjum (Ingó) eða horfa á heimskulega sjónvarpsþætti (ég)... og hápúnkturinn á þessum síðustu nautnadögum verður núna um helgina þegar við förum á "Herragarðshelgi" á Krusenberg Herrgård rétt fyrir utan Stokkhólm að halda uppá árs brúðkaupsafmælið okkar :) Þarna eigum við bókað klukkutíma nudd, þriggja rétta kvöldverð, hótelnótt á herragarðinum og morgunverðarhlaðborð sem er víst engu líkt. Veit eiginlega ekki hvort mig hlakki meira til að vera nudduð í heila klukkustund eða borða allan þennan góða mat með eiginmanninum !!

2 Comments:

  • Er orðin nokkuð spennt yfir þessu.. myndir af nýja piltinum verða væntanlega fljótlega komnar á netið?!?!?! ;)
    kv. Hulda

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:19 f.h.  

  • Ó já, njóttu helgarinnar í botn, þetta verður örugglega algjör unaður ... og til hamingju með brúðkaupsafmælið.

    Þó að það virðist sem svo, þegar að maður er nýbúinn að eingast barn, að maður muni aldrei geta notið lífsins aftur ... þá er það nokkuð fljótt að koma. Við búum yfir svo frábærri aðlögunarhæfni, ég er ekki að finna fyrir því með Garp að hann sé einhver fyrirstaða lengur, kannski hafa áheslurnar hjá mér bara breyst, ég veit það ekki?
    En það er samt gott að vera raunsær, ég held að þið eigið eftir að fara létt í gegnum þetta, með svona gott "attitude".

    By Blogger Kristína, at 11:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home