Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 júlí 2005

Hreiðurgerðarhelgin mikla

Erum svo lukkuleg núna í helgarlok að það hálfa væri yfirdrifið nóg :) Skelltum okkur eldsnemma í Bauhaus á laugardaginn að kaupa plötuna fyrir höfuðgaflinn og enduðum á því að þurfa að leigja okkur lítinn sendiferðabíl til að koma herlegheitunum heim í hús. Meðan Ingó sótti plötuna stóð ég á haus við að þrífa gluggann á herberginu, reif allt af rúminu og hennti í þvottavél og skúraði gólfið. Við settum svo saman upp nýja gardínu, nýja kommóðan með öllum nýþvegnu barnafötunum var sett inn og barnarúmið líka. Það gekk alveg ótrúlega vel að möndla til höfuðgaflinn... eiginlega alveg eins auðvelt og það leit út í sjónvarpinu ! og þegar gaflinn var komin á sinn stað ljómuðum við af ánægju. Herbergið okkar leit út einsog ...jah... fínasta fimm stjörnu hótelherbergi !!
Það var eiginlega meira pláss eftir en ég hafði búist við svo plönin með skiptiborðið breyttust örlítið. Ég fór að pæla í standandi skiptiborði (svona venjulegu) og væflaðist inná smáauglýsingavefinn Blocket.se eldsnemma í morgun. Þar fann ég borð sem er í sömu seríu og rimlarúmið á MJÖG niðursettu verði. Hringdi í fólkið sem var að selja það og við renndum við þar á hádegi í dag. Þar gaf á að líta glænýtt borð (þau höfðu ekki pláss fyrir það þegar upp var staðið og of seint að skila því í búðina) sem þau ætluðu að selja á slikk bara til að losna við snemma því þau voru að fara erlendis sama dag. Heim fórum við með borðið og settum saman og voila! herbergið fullkomnað :)
Hreiðurgerðinni er þá lokið í bili enda er ég búin að þrífa alla glugga heimilisins að utan sem innan, skúra öll gólf og baka 40 kanilsnúða til að eiga í frystinum .... Ingó var farin að horfa á mig með undrunarsvip og spurði með reglulegu millibili "passaru þig ekki örugglega að fara varlega ?!"
Afrakstur helgarinnar má sjá í myndum hér.

1 Comments:

  • Er alveg farin að spotta einkennin núþegar ... þú ert efni í "ofurmömmu"!

    By Blogger Kristína, at 12:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home