Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

22 nóvember 2005

Fyrsti "mammagrupp" fundurinn

Fórum í morgun í fyrsta skipti í mömmuhitting hjá ljósunni á ungbarnaeftirlitinu. Þarna komum við saman 7 mömmur með börnunum okkar sem öll eru fædd í ágúst/september. Leist ágætlega á hinar mömmurnar, ungar og hressar (einsog ég ? heheh) og auðvelt að spjalla við þær. Líka gaman að sjá öll hin börnin á sama aldri og Hilmir, hann var alveg agalegt sjarmatröll og vildi brosa til allra og vera með. Kom til dæmis auga á unga dömu sem sat við hliðina á okkur og eyddi alllöngum tíma í að tæla hana til sín.... okkur mömmunum til mikillrar ánægju ;)

Eftir fundinn var hann veginn og mældur, orðin 6,4 kg og 62,5 cm. Að lokum fékk hann svo fyrstu sprautuna sína... *æj* ... beint í lærið og öskraði úr sér lungun ! Held ég hafi sjaldan séð jafn breiða nál, kannski var hún það bara í samanburði við litla lærið hans ?
Vona bara innilega að hann fái ekki hita og svoleiðis sem oft fylgir svona sprautum. Í augnablikinu sefur hann vært úti í vagni þannig að það kemur í ljós þegar hann vaknar hvoru megin hann ætlar að halda sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home