Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 nóvember 2005

Snudda Dudda hjá ömmu


Samband Hilmis við dudduna er flókið og langt.... stundum þykist hann ekki kunna að sjúga snuð og lætur snudduna lafa útúr munnvikinu einsog gamall vindill. Stundum er hann einsog fagmaður og snuddast einsog hann eigi lífið að leysa. En oftast bara spýtir hann því útúr sér og brosir framaní mann.
Móðuramman tók hann í smá snudduþjálfun á Íslandi með ágætis árangri, sat yfir honum margar mínúturnar á hverjum degi og stakk snuðinu uppí hann jafnóðum og hann spýtti því útúr sér. Hélt á honum í fanginu og ruggaðist með hann einsog sjá má á myndinni.. og auðvitað þótti Hilmi þetta bæði gott og gaman. Held hann hafi farið að finnast þetta bara einsog smá munnæfingar ! :)
Fyndnast við þessa snudduþjálfun á Íslandi og framfarirnar sem gerðar voru þar varðandi snudderíið er að snuddan sem hann fór að taka langbest þarna er fyrsta snuddan sem ég keypti algjörlega án þess að spá í litina á ! Fyrir vikið er hún jólarauð með limegrænu haldi... smart....
Núna þegar heim er komið heldur hann áfram að koma okkur á óvart bæði þegar hann tekur snudduna og ekki..... bara að hann fái að ráða ! Posted by Picasa

1 Comments:

  • hæjó! ég vona að að gangi allt vel hjá ykkur :) langar alveg rosalega að fara að sjá nýjar myndir af stráknum :D
    (sara óþolinmóða)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home