Mr. Blue and Ms. Pink

Um síðustu helgi fórum við í sumarbústaðarferð með Óla, Írisi og Emilíunni þeirra. Þetta var algjör smábarnafjölskylduferð þarsem kvöldmaturinn var stilltur inná hvenær börnin yrðu sofnuð (um 22 leytið), oftast var einhver á fótum kl 6 á morgnana, forstofan var nær alltaf hálffull af barnavagni/vögnum, og stofugólfið var þakið leikteppi og tilheyrandi (sjá mynd). Æðisleg helgi hreint út sagt !
Stærðarmunurinn milli Hilmis og Emilíu fer óðum minnkandi, eiginlega ótrúlegt þegar maður ber saman við þessa mynd sem var tekin fyrir ca 2 mánuðum síðan. Þarna eru þau skötuhjúin á leið útí vagna fyrir miðdegislúrinn... skrýdd íslensku flísi a´la 66 norður í kynjalitum svo ekki er um að villast ;)

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home