
Hilmir fór í heimsókn í vinnuna hjá pabba sínum í dag og vakti ánægju og aðdáun allra sem á vegi hans urðu. Sérstaklega fannst honum áhugavert að sjá að á skrifborðinu hjá pabba eru TVEIR risastórir tölvuskjáir en þá getur hann horft á lengi lengi án þess að þreytast (kemur sér vel þegar Ingó ætlar að hafa ofan af fyrir honum).
Ljóst er að þarna er á ferðinni tölvunörd mikill... ekki fellur eplið langt frá eikinni ;)
Meðan ég man.... við erum búin að setja inn myndir frá seinni mánuðinum í lífi Hilmis á
heimasíðuna okkar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home