Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 desember 2005

Ást í leynum

Ég elska manninn sem keyrir ruslabílinn.
Ekki afþví hann er sérstaklega myndarlegur, ríkur, sexí eða sjarmerandi (gæti náttlega vel verið fjölmargt af ofantöldu... ég bara veit voða lítið um það) heldur afþví hann er geðsýkislega tillitssamur !
Hilmir sefur úti á svölum frá 12-15 á daginn. Er farin að vakna við mikil læti og þá er ég komin útá svalir að rugga honum svo hann sofni aftur. Fólk sem kemur og spólar bílunum sínum fyrir neðan svalirnar, loftvarnaflautuæfing um miðjan dag og stórir flutningabílar sem stoppa beint fyrir neðan svalirnar.... allt þetta fer geypilega mikið í taugarnar á mér og oftast get ég lítið sagt eða gert til að fá útrás á taugaveikluninni.
Nema um daginn.
Þá kom ruslabílinn og stoppaði fyrir utan í 20 mínútur með mótorinn í gangi ! Og auðvitað vaknar Hilmir. Og ég blótaði hástöfum þó engin heyrði.
Næst þegar ruslabílinn kom náði ég á bílstjórann áður en hann hljóp inní hús og bað hann náðasamlegast að drepa á bílnum því ég væri með ungabarn sofandi á svölunum. Hann varð við því án tafar.
Núna kom ruslabílinn aftur. Og viti menn ! Hann lagði við hliðina á húsinu (engin hætta að Hilmir vakni) OG drap á bílnum !
I love this man ! Hann man eftir mér og tekur tillit óumbeðin :)
Stutt á milli hjá mér... hormónar ?

2 Comments:

  • váh! litla dekurrófan ;) frábært að hann muni eftir þér! milljóntrilljón hús og hann man að hafa lágt í kringum ákkúrat þetta hús! :) kannski hann eigi sjálfur börn og kannist við þetta ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:23 e.h.  

  • Þú verður að gefa honum jólagjöf darling !!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home