Öfugsnúningur

Á myndinni sem ég tók í gær sést hann æfa sig, fór aldrei lengra en á hliðina og sat þar svo fastur. Í mömmugrúppunni í morgun lá hann ásamt 3 öðrum börnum á svipuðum aldri sem öll voru látin liggja á maganum þegar hann tók sig skyndilega til og rúllaði alla leið á bakið við mikinn fögnuð viðstaddra. Hann var samstundis krýndur "ledaren" (leiðtoginn) og stollt móðurhjartað bankaði í brjósti mér ;) Get staðfest það að þetta var ekkert einsdæmi hjá honum, hann endurtók leikinn hvað eftir annað þegar ég setti hann aftur á magann.

1 Comments:
duglegi!! :) flottur með svona smá roða í kinnunum og svoleiðis! farin að hlakka rosalega til að sjá ykkur aftur, Katrín er búin að vera að telja niður dagana í ykkur síðan þið fóruð held ég! alltaf með það á hreinu hvað eru margir dagar í Beggu ;)
By
Nafnlaus, at 12:03 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home