I´ve got feet !

Lágum uppí rúmi á laugardagsmorguninn þegar Hilmir gerði þessa líka stórkostlegu uppgötvun; sínar eigin táslur :) Hann er ekki ennþá alveg búin að átta sig á því að grípa í hluti sem vekja áhuga hans þannig að hann bara starði niðurfyrirsig og slefaði sem mest hann mátti. Stundum "hjálpum" við honum að færa hluti að munninum á sér svo hann geti smakkað og kannað hvað það er.... en hann er allur að koma til að gera það sjálfur. Gleymir sér reyndar af og til og starir á einhvað furðu lostinn og færir svo hendina beint að munninum (og gleymir að grípa í hlutinn fyrst!).

1 Comments:
Hæ hæ bara rétt að láta vita að ég fylgist með hérna á heimasíðunni
puss och kram
Ólöf
By
Nafnlaus, at 5:27 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home