
Lapþunnur grautur var testaður í fyrsta sinn í dag nú þegar drengurinn okkar er orðin 16 vikna og eins daga gamall..... veit ekki hvort okkur foreldrunum eða honum hafi legið svona mikið á... líklega þeim fyrri ;) Gátum ekki beðið í þessa 9 daga í viðbót eftir að hann yrði formlega 4 ra mánuða einsog lög gera ráð fyrir.
Magnið var nú ekkert hrikalegt enda viljum við ekki ofbjóða jólaálfinum okkar. Honum fannst voða spennó að smakka á því sem var í skeiðinni og velta því uppí sér áður en hann kyngdi helming og slefaði hinum helmingnum útúr sér.
Sjáum til hversu æstur hann verður í þetta næst þegar býðst....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home