Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 desember 2005

Fín eðlisávísunin

Nokkuð er hún góð mömmu-eðlisávísunin sem ég er með !
Fórum í viktun á BVC í dag og skv. þyngdaraukningu er Hilmir ekki að þyngjast nóg miðað við þá kúrfu sem hann ætti að vera í skv. lengd og höfuðummáli. Fékk því skærgrænt ljós á að byrja að gefa honum graut og það nú þegar :) Marie (barnahjúkkan okkar í ungbarnaeftirlitinu) sagði að líklegt væri að hann væri með óþroskað efra magaopið og þessvegna ælir hann svona mikið og á erfitt með að halda brjóstamjólk og/eða þurrmjólkinni niðri og er þessvegna stanslaust að vilja meira. Grauturinn hinsvegar á að liggja betur og þyngra í maga sem er akkúrat það rétta fyrir hann.
Þorði ekki að segja henni að ég væri þegar byrjuð... sagðist bara ætla að skella mér á fyrsta smakk í kvöld!
Hilmir tók annars dæmalaust vel í grautarsmakk no. 2 og kyngdi vel og vandlega öllu sem uppí hann fór. Lét meira að segja í sér heyra þegar ég ætlaði að ganga frá afganginum og segja komið nóg í bili þannig að við létum eftir honum nokkrar munfyllir í viðbót :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home