Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 mars 2006

Grandma to the rescue !!

Helga amma er komin til bjargar slitnu fjölskyldunni og verður hér sem plástur á sárið næstu tvær vikurnar. Hún er búin að vera í Hilmisþjálfun hérna síðan á laugardaginn og tekur við full-time (með Ingó í kallfæri) á morgun þegar ég fer í vinnuna :)
Ómetanlegt að eiga ömmu að þegar bjátar á !
Annars er það í fréttum að aðgerðin hjá Ingó tókst vel, þeir voru klukkutíma að krukka í honum og hann var svo sendur heim í stígvéli/gipsi sem hann kallar "storm-trooper-boot" enda líkist það óhugnalega þeim búnaði. Hann má stíga í fótinn að fullu eftir 3 vikur en losnar ekki við stígvélið fyrr en eftir 6 vikur.
Hilmir er annars alveg hæstánægður með viðbótina í fjölskylduna okkar og hlær dátt að ömmu sinni þegar hún gantast í honum. Hún var líka svo góð að gefa honum fyrsta kubbadótið hans sem samanstendur af risakassa af ungbarna Legói.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home