Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 febrúar 2006

Stórhættuleg stafsetningarvilla

Hringdi í þjóðskrána í morgun til að gá hvort ekki væri örugglega búið að skrá drenginn í íslensku þjóðskrána. Jújú... þeir voru búnir að því... skráðu HilmAR Viktor Stangeland !! Takk fyrir kærlega... stafsetningarvilla hjá sljóu starfsfólki þjóðskrár. "Hafa Svíarnir ekki bara skrifað hann vitlaust..... bla bla" Þeir fara sko eftir skráningunni hérna í Svíþjóð. Nei ég veit sko betur, er með pappírana frá þeim í höndunum og allt rétt þar.
Þeir lofuðu að kippa þessu í lag strax í dag.
Eins gott ! Því ekki verður hann prestur eða forseti með nafninu Hilmar... oneee.... mesta lagi tölvunörd. Hilmir er hinsvegar vænlegt til árangurs. Það ákváðum við foreldrarnir þegar við nefndum hann í upphafi.

En flottar voru tölurnar hans (þessar síðustu fjórar); 3210 !!!
Kúlisti hann HilmIR ;)

1 Comments:

  • haha! þið hafið greinilega bara skírt barnið vitlausu nafni! allir að rugla þessu (eru það ekki bara þið sem eru rugluð þá.. thíhíhí) presturinn skrifaði líka HilmAR í skírnarvottorðið! en já.. Hilmir er talsvert embættislegra nafn ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home