Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

01 mars 2006

Slitin fjölskylda

Við á Sandhamnsgötunni erum gatslitin þessa dagana.
- Ingó sleit á sér hásinina (akkilesarhællinn) á sunnudaginn og þarf að fara í aðgerð á morgun. Ekki mikið útlit fyrir að hann nái að vera heimavinnandi faðir og sinna Hilmi hoppandi um á einum fæti.
- Ég var nýbyrjuð í vinnunni og segja mig úr fæðingarorlofi. Vinnan var búin að gera ráð fyrir að ég væri að koma aftur og fólk hagað sínu starfi eftir því. Erfitt að fara aftur þegar maður er nýkomin tilbaka. Þarf líka á því að halda að komast að gera aðra hluti en vera bara Hilmismamma.
- Hilmir tekur breytingunum og umrótinu frekar ílla. Vill hvergi vera, óánægður og nöllaður greyið. Sefur ílla og vill helst vakna klukkan 5 á morgnana. Frekar óþolandi fyrir vikið.

Lýsum hér með eftir heimilisaðstoð, sjúkraliða og barnapíu (helst íslenskumælandi). Borgum flugfarið og lofum afbragðs matargerð á hverjum degi (þegar ég er komin úr vinnunni).
Áhugasamir setji sig í samband !

1 Comments:

  • Leiðinlegt að heyra að Hilmir taki þessum breytingum svona illa og með hásinina hans Ingós ... áiiiii!
    Ég hef samt fulla trú á að þetta jafni sig fljótt hjá ykkur, eins og allt annað, þið eruð svo miklir naglar.

    Annars hefði ég ekkert á móti því að skipta aðeins um umhverfi, það getur verið þreytandi að vera innimjólkandi mamma allan sólarhringinn. Matartilboðið er lokkandi ... veit samt ekki alveg hvað Már segði ef ég tilkynnti honum að ég væri farin til Svíþjóðar að hugsa um mann og barn annarrar konu .. hehehe!

    Gangi ykkur sem allra best í þessu (vonandi) stutta millibilsástandi.

    By Blogger Kristína, at 2:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home