Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 janúar 2007

Ekki-fréttir

Átti eftir að koma með smá ekki-fréttir hingað.... ekki-fréttir bæði vegna þess að þær eru mis-merkilegar en skemmtilegar hversdagssögur þó og svo líka vegna þess að ég hef því miður engar myndir til að fylgja frásögunum ;) !

Hilmir fór í fyrstu klippinguna sína á mánudaginn. Á alvöru hárgreiðslustofu hjá voða sætri hárgreiðslukonu sem var ekkert feimin við að athafnast með skærum á svona smápjakki. Fyrir það fyrsta neitaði hann að sitja í klippistólnum og neitaði að vera með litskrúðugu krakka-klippi-svuntuna svo það endaði með að hann sat í fanginu á mér steinhissa yfir því hvað væri verið að gera við sig. Hárdaman var eldsnögg að þessu og hann sat furðu kjurr miðað við allt saman. Kom út einsog sannur herramaður og heimaklippingin loksins farin ! Klippisvuntuleysið gerði það hinsvegar að verkum að ég var öll útí litlum sætum Hilmishárum... ótrúlega mikið sem fór af þessum litla haus.

Enn og aftur varð hann svo veikur greyið. Hver flensan og kvefpestin á fætur annari sem hrjáir hann og þá er honum haldið nauðugum heimafyrir. Í gær var veikindadagur nr. 2 og "Mömmu-og-Hilmis-dagur". Við dunduðum okkur við ýmislegt, tókum til og ryksuguðum... og bökuðum ! ÞAÐ fannst honum sko mikið gaman enda er allt í eldhúsinu alveg svakalega spennandi. Mamman mældi hveiti, heilhveiti, sykur, lyftiduft... og Hilmir hellti því svo í skálina. Afar vandvikur og duglegur. Gekk vel... þartil kom að því að hella rúsínunum í skálina... þá starði hann vel og lengi á það sem var í vogarmálinu... og demdi svo hendinni oní til að ná sér í risahnefafylli og tróð því eins hratt og hann gat uppí sig áður en ég náði að mótmæla eða stoppa hann af. ;) En muffinsin tókust nú samt alveg ágætlega hjá okkur....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home