
Í dag fórum við ásamt Eiríki og pabba hans og mömmu í fyrsta "plask och lek" (busl og leik) sundtímann. Hilmir sýndi afbragðstakta og kom okkur á óvart því hann var sko ekki búin að gleyma neinu síðan úr ungbarnasundinu. Alveg óhræddur við vatnið, vissi nákvæmlega hvernig hann átti að halda jafnvægi í kútnum og buslaði þarna um sem mest hann mátti.
Hálftíminn var bara alltof fljótur að líða en við verðum þarna semsagt næstu 7 sunnudaga... gaman gaman !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home