Hilmir sjúklingur
Það var nebblega hringt af leikskólanum rétt fyrir hádegi og við beðin að sækja Hilmi þarsem hann væri með smá hita og niðurgang. Sagt og gert. Hilmir sofnar svo uppí sínu eigin rúmi og þegar hann vaknar (Ingó heima með hann) fær hann þennan líka svakalega krampa/flog. Það er hringt á sjúkrabíl sem kom fljótlega (ég náði þó að bruna heim líka) og eftir að hafa kíkt á Hilmi töldu sjúkrabílskallarnir að best væri að fara með hann í tékk uppá spítala.
Þangað var brunað.... Hilmir á bleyjunni í fanginu á pabba sínum í sjúkrabílnum og gafst varla tími til annars en rétt kippa með veski og skóm.
Á spítalanum fékk hann þrefaldan skammt af hitalækkandi og verkjastillandi, blóðprufur teknar og kíkt í eyru, háls og lungu hlustuð.
Eftir alllanga bið þarsem Hilmir var orðin furðu hress og farin að hlaupa um gangana vorum við útskrifuð með þau fyrirmæli að gefa hitalækkandi, gefa krampastillandi ef til þess skyldi koma að krampinn endurtæki sig og bíða..... Væntanlega er hann með einhverja sýkingu en þarsem ekki er vitað hvar eða hvernig ætti að sjá hvort hann losaði sig ekki við það sjálfur.
Erfiður og scary dagur í okkar lífi að lokum komin.
3 Comments:
Úff ekki gott að herya. Vonadi batnar honum fljótt. Stórt knús til Hilmis.
Kveðja Ragnheiður
By
Nafnlaus, at 9:59 e.h.
Je minn, hrikalegt... fyrir hann litla greyið og ykkur! Hef heyrt um svona hitakrampa - eða var þetta annars ekki hitakrampi...? Skerí allavega.
kveðja,
Halldóra.
By
Halldóra, at 8:00 e.h.
Æj, greyjið! Gott að honum líður betur og þetta ekki alvarlegra en svo. Ég get alveg ímyndað mér hvað þið hafið verið hrædd. úff!
Annars... Gleðilegt nýtt ár... takk fyrir allt gamalt og gott!
kv., Sandra
By
Nafnlaus, at 11:21 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home