Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

19 janúar 2007

Ofnæmislaus.... fyrir það mesta

Í gær fórum við Hilmir í laaaaanga heimsókn til barnalæknisins á ungbarnaeftirlitinu. Vorum þarna til að reyna að komast að því hvort og ef Hilmir væri með einhver sérstök ofnæmi því hann fær ennþá svo íllt í magan ef hann borðar hafragraut eða annað gróft kornmeti einsog dökkt brauð. Vitum ekki hvort hann sé bara viðkvæmur fyrir grófu korni, heilhveiti, höfrum eða hvað..... og vildum fá betur úr þessu skorið.
Það var semsagt gert á hann svona basic "prick-test" þarsem eru settir dropar af allskyns ofnæmisvaldandi efnum á húðina, m.a. soja, fisk, mjólk, egg, hnetum og svoleiðis. Hann kom einkennislaus úr því öllu saman svo þá var beðið um blóðpróf.
Hingað til hefur Hilmir ekkert haft á móti því þegar tekið er blóð (úr fingrinum) en núna átti að fylla 5 prófrör !! Tók óhóflega langan tíma og endaði á því að hann, ég og hjúkkan vorum öll útí blóði og Hilmir útgrenjaður og pirraður á þessu veseni. Sársaukinn við blóðprufuna var sko ekki málið heldur bara að þurfa að sitja þarna og láta mjólka úr puttanum hvern dropann á fætur öðrum fyllti algjörlega þolinmælismælinn í drengnum. Engar plastendur, glitrandi límmiðar eða plástrar voru bót í máli, því síður.

Nú tekur við vikubið eftir að fá útúr þessum blóðprufum sem vonandi færa okkur nær því að vita hvað gæti verið að angra hann greyið. Vonandi er hann bara viðkvæmur fyrir þessu kornmeti án þess að vera með óþol eða ofnæmi og þá getum við haldið áfram að forðast það þangað til hann sýnir merki um annað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home