Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

13 janúar 2007

Gossedjurið "Meme"

Posted by Picasa

Hilmir fékk margar jólagjafir og í þeim var allskonar skemmtilegt dót. Í pakkanum frá Unni ömmu á Hellu reyndist einhvað skjannahvítt, loðið og dúnamjúkt.... Hilmir leit djúpt í augun á lambinu "Meme" (á miðanum heitir það "Baba" á ensku... "meme" náttlega bara ágætis þýðing) og neitaði samstundis að sleppa takinu á því. Sofnaði rótt á jólanótt með Meme í einni og hluta af nýja plastbollastellinu í hinni.
Síðan þá er Meme fastur fylgihlutur inni í svefnherbergi og uppí Hilmisrúmi. Fær oft að fylgja með frammúr um helgar og hafa það huggulegt með eiganda sínum fyrir framan morgunsjónvarpið og er stöðugur og góður knúsvinur í raun. Hilmir verður alltaf jafn glaður að hitta þennan góðvin sinn sem bíður eftir honum að fara að lúlla.
Þau eru þarmeð orðin tvö svefnfélagar Hilmis því fyrir var þarna KusaMusa sem hefur verið til staðar frá upphafi hans daga. Góður dýragarður !
Okkur Ingó finnst að sjálfsögðu ómótstæðilegt þegar hann sofnar með Meme í fanginu og þá sannast einstaklega vel þetta með að börnin séu fallegust þegar þau sofa ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home