Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

22 febrúar 2007

18 mánaða eyrnabólgustrákur

Hilmir er formlega orðin 1 og hálfs árs... heilir 18 mánuðir í farteskinu hjá honum. Uppá það var ekki haldið enda var bara verið að berjast við að halda hitanum niðri hjá fárveikum drengnum. Í stuttu máli sagt algjör vítis-vika. Ekki nóg með að aumingja Hilmir væri veikur og hundfúll frá föstudeginum síðasta (útskýringin á fýlunni kom í gær; eyrnabólga) heldur varð ég svo veik í þokkabót. Fór með Hilmi hitalausan en þó fúlan á leikskólann á þriðjudeginum og dúðaði mig uppí rúm með mallann fullan af hitalækkandi. Náði bata þá um kvöldið en Hilmir fékk 39,7 stiga hita þegar heim úr leikskólanum var komið.... Í gær gafst ég upp og pantaði tíma hjá lækni sem staðfesti eyrnabólguna. Sýklalyf með jarðaberjabragði gefin drengnum og hann varð allt annar næstum strax.

18 mánaða þroskinn er annars að koma sterkt inn hjá honum. Núna er "nei" voða vinsælt og þá gjarnan sem keðjusöngur; "neineineinei". Hausinn fær að hristast með líka. Reyni nú samt að gera mitt besta til að virða við hann nei-ið þegar við á en þegar hann segir nei við að klæða sig í útifötin og svoleiðis þá þarf bara að bíta í það súra.
Svo vill hann voða mikið gera sjálfur líka. Hella jógúrtinni/mjólkinni sjálfur... klæða sig sjálfur í sokkana... opna hurð með lyklunum...það fyndnasta sáum við svo í gærkvöldi þegar hann reyndi að klæða sig sjálfur í bleyjuna ;) Þvílíkar aðfarir !

Sara systir er annars búin að vera að gera sitt besta til að vera innan handar og sem stuðningur þessa síðari viku einsemdar og volæðis. Ingó kemur á morgun frá London er þar er hann búin að liggja veikur (en ekki hvað!) inná hótelherbergi undanfarna dagana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home