Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

14 febrúar 2007

Alein heima... aftur


Við Hilmir erum í home-alone fílingi þessa dagana. Skrýtið að vera svona tvö ein aftur á meðan Ingó er í vinnuferð. Í þetta skiptið er ferðin óvenju löng, heilar tvær vikur, en það er nú von á liðsstyrk því Sara systir (mín!) kemur núna á föstudaginn og ætlar að vera hjá okkur í viku. Ingó fær líka heimferðaleyfi og nær einum og hálfum sólarhring hér um helgina.


Mér finnst nú samt alltaf ganga betur og betur að vera svona "alein". Hilmir bregst vel við breytingunum núorðið enda ég líka kannski aðeins öruggari með hvernig og hvar hlutirnir þurfa að gerast. Ekki jafn mikið handapat einsog fyrst þegar mér fannst ég alltaf vera á harðahlaupum og það með hann á mjöðminni. Og þetta allt næ ég að gera OG vera í 3 áföngum í fjarnámi líka ! Hetjan ég !!

Ég gríp bara til minnar alkunnu skipulagningsgáfu :) Allt liggur tilbúið á morgnana; föt, útiföt og áhöld fyrir morgunmatinn. Elda bara easycook mat á kvöldin sem ekki tekur meira en 10 mínútur í framleiðslu og geng frá eldhúsinu áður en hann fer í bað. Svo á meðan við erum að leika og dunda okkur er ég stöðugt að ganga frá smáhlutum og gera klárt fyrir næsta dag. Ef hann sofnar á réttum tíma næ ég heilum klukkutíma í lærdóm og verðlauna svo sjálfa mig með klukkutíma í sjónvarpsgláp áður en ég fer dauðþreytt að sofa. *Púffss*

Verð nú samt að viðurkenna að bakið er ekki alveg uppá sitt besta þessa dagana enda er þarf Hilmir með sín 13 kíló stundum að láta halda á sér, hjálpa sér upp og niður úr stólum, upp og niður úr kerrunni... já og svo ekki sé talað um tæklunina við að koma honum í og úr útigallanum þetta 4x á dag ;)

Skál fyrir einstæðum mæðrum !!

2 Comments:

  • Já þúrt sko algjör hetja ;) rosa flott mynd af ykkur!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:03 f.h.  

  • Hellú hellú,vá nú var ég loksins að taka mér tíma og skoða bloggið sem ég hafði ekki séð síðan í des.Þær eru ekkert smá æðislegar myndirnar sem voru teknar hjá ljósmyndaranum! Nokkrar sem að maður gæti hugsað sé að eiga af þessum sætasta strák sko!Annars finnst mér nú foreldrar hans líka alveg gasalega góðir myndasmiðir líka :) Heyrumst,Kveðja Taby

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home