Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 mars 2007

Loksins í eigið herbergi

Það er kannski of snemmt að hrósa happi en við slógum líklegast tvær flugur í einu höggi núna um helgina... þ.e. að færa Hilmi yfir í sitt herbergi og losna við kvöldpelann.
Var svo fáránlega auðvelt að við bíðum hálfgert eftir einhverju tilbakakasti.

Kvöldpelinn var einhvað sem við vorum búin að áætla að venja hann af allavega fyrir tveggja ára afmælisdaginn. Þó þetta væri voða lítið magn sem hann var að fá (1 dl) þá þurfti að skipta um bleyju á honum um miðja nóttina vegna þessa. Svo er náttlega ekki sniðugt að mjólkin liggji á tönnunum óburstuðum alveg til morguns. Á fimmtudagskvöldið var hann semsagt svo þreyttur að hann sofnaði óvart í fanginu á mér við bókalesturinn. Kvöldið eftir gerðist það sama nema bara í fanginu á Ingó. Þegar við færðum hann svo yfir í sitt eigið rúm í gærkvöldi var barasta einsog hann hefði steingleymt pelanum. Bað ekki einsinni um hann heldur sofnaði bara strax !

Hálf furðulegt að hafa hann þarna hinummegin við vegginn í nótt. Ég svaf betur en ég hef gert í langan tíma enda held ég það fylgi bara mömmugeninu að vakna úr dýpri svefni ef heyrist í barninu. Núna þegar hann er í hinu herberginu heyri ég bara mikilvægu og háværu hljóðin (grenjur) en ekki hin hljóðin sem hann lætur skiljanlega frá sér í svefni.
Við krossum bæði putta og tær og vonum að við fáum að vera svo "heppin" að hafa leyst þetta allt saman með svona góðum árangri ;)
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home