Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 mars 2007

Endurnýjuð kynnin

Þessi tvö hafa verið "friends from birth"... eða eiginlega meira að segja fyrir fæðingu. Bumbuvinir kallast það víst.
Núna er orðið sjaldan sem þau hittast þarsem fröken Emilía býr með foreldrum sínum á Íslandinu góða. Þau komu nú samt öll þrjú til Stokkhólms í helgarheimsókn og þá voru kynnin sannarlega endurnýjuð.
Var að sjálfsögðu mikið farið út að borða og ótrúlegt nokk voru skötuhjúin alveg svaðalega meðfærileg. Átu sinn mat (fyrir það mesta), smjöttuðu á óhemju magni af brauði (meðlætið) og hlupu um án þess að hvorki aðrir matargestir né starfsfólk kippti sér mikið uppvið það. Bara gaman :) Fengum þarna áminningu á því hvað Stokkhólmsbúar eru barna-vænlegir í hvívetna. Börn á hverju strái á veitingahúsum, meira að segja seint á kvöldin svona rétt fyrir háttatíma. Á einum staðnum var cirka 5 mánaða barn alveg stórkostlega sátt uppá barborði í höndum pabba síns að fylgjast með fullorðna fólkinu. Þarf nátturulega ekki að taka fram að allir staðir eru reyklausir hérna og eftir kl. 22 eru allir "undir aldri" komnir heim. En æji þetta var alveg ferlega huggulegt og einhvað sem við þurfum að gera oftar. Einhvað sem allir hafa gaman af.

Læt hérna fylgja með smá vísbendingu frá kveðjudeiti Hilmirs og Emilíu frá því fyrir næstum því akkúrat ári síðan.
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home