Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

08 mars 2007

Stóðst öll próf... að sjálfsögðu !

18 mánaða skoðunin var framkvæmd á Hilmi í gær hjá ungbarnaeftirlitinu. Að sjálfsögðu stóðst hann öll "prófin" með prýði enda löngu löngu farin að raða kubbum, teikna á blað, setjast á stól sjálfur og príla, henda bolta... já og svo kann hann töluvert meira en 10 orð... og það á tveim túngumálum ;)
Hann útskrifaðist svo úr skoðuninni með því að fá sprautu í lærið. Hjúkkukonan okkar var búin að margvara mig við því hvað hann gæti farið að gráta mikið og það þyrfti sko að halda börnunum FAST svo ekki færi ílla. Þekki nú minn lillemann sem virðist hafa óvenju hátt sársaukaþol (einsog pabbi sinn), hann kveinkaði sér ekki einusinni !

Í blálokin þegar við vorum að kveðja imponeraði hann svo hjúkkukonuna alveg geðveikislega með því að sýna gáfur sínar... sem að sjálfsögðu eru LANGT frammyfir þroskaaldur hans. Hann hafði nefnilega fengið að láni gulan plastbíl úr biðstofunni og þegar við vorum að sýna á okkur fararsnið úr skoðunarherberginu fór hann sérstaklega og náði í gula bílinn til að ganga frá honum fram aftur. Hann tók reyndar gula bílinn og einhvað annað dót líka en var fljótur að fatta mistökin (áður en við náðum að benda honum á það) og skilaði því sem ekki átti að fara fram. Korrektur Hilmirinn ;)

Annars höfum við mæðginin verið ein heima (já... aftur!) síðastliðna daga og erum bara farin að kunna vel við okkur svona í einsemdinni. Reyndar voða mikið drasl í íbúðinni og ég varla búin að ná að læra dagsskamtinn minn eða fara í leikfimi en mestu máli skiptir að við höfum okkar takt ég og hann. Pabbi er samt alltaf velkomin tilbaka !!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home